Brjáluð djammferð ! reykjavik.com
-
Helgina 23.-25. mars verður farið í ferð til Vestmannaeyja héðan úr höfuðstaðnum með það að markmiði að djúsa og djamma. Það eru nokkri steinskemmtilegir einstaklingar hér í borginni sem eru að setja saman þessa ferð með plötusnúðum, óvissuferðum, þekktum einstaklingum og ýmsu fleira með í pakkanum. Það er kannski allt í lagi að prófa að tjútta einhversstaðar annarstaðar svona til tilbreytingar!?

Ferðin hefst á föstudeginum þegar farið verður frá BSÍ til Þorlákshafnar með rútu. Þaðan verður svo farið með Herjólfi og haldið rakleiðis á gististað þegar komið er á höfnina í Eyjum. Síðan tekur við stöðugt tjútt fram á sunnudag þegar haldið verður aftur í bæinn rétt eftir hádegið. Djamm-dagskráin samanstendur meðal annars af óvissuferð á laugardegi og balli á laugardagskvöldinu.

Fararstjórar ferðarinnar eru Erpur “Johonny National” úr XXX Rottweiler og Barði “Ólafur” úr Bang Gang. Plötusnúðarnir sem verða með í för eru DJ Sóley, Tommi White og Kiddi Ghozt.

Upplýsingar um þessa djammferð til Eyja fást hjá skipuleggjanda ferðarinnar, Bigga Stefáns, í síma 692-8628.
-
Mæli með því að kíkja, verður brjálað fjör :)