Kapital um helgina!

Föstudagurinn 16. apríl.

Tónleikar!

Stuðboltarnir Trabant halda tónleika. Skemmst er að minnast frábærra tónleika þeirra á troðnum Kapital í febrúar síðastliðnum. Þeir snúa því aftur í þeim tilgangi að gera allt vitlaust á ný. Ásamt þeim kemur fram elektró bandið The Zuckakis Mondeyano Project og DJ Margeir.

Laugardagurinn 17. apríl.

Kapital fær til sín heimsókn frá Eystrarsaltríkjunum! RyRalio Partý!

DJ Margeir og Blake voru á ferð um Eystrarsaltríkin um daginn, spiluðu á nokkrum klúbbum og gerðu allt vitlaust með frábæru setti þar sem Margeir fór mikinn á plötuspilurunum og Blake söng listavel yfir. Eitt kvöldið voru þeir staddir í Litáen, og Blake ákveður að minna viðstadda á hvaða þjóð hefði fyrst viðkennt sjálfstæði Litáen, skemmst er frá því að segja að þakið ætlaði að rifna af staðnum, þvílík voru fagnaðarlætin! Á þessu kvöldi kynnast þeir tveimur DJum; DJ Karalius og DJ Lauris Lee frá RyRalio plötufyrirtækinu sem þeir voru svo ánægðir með að Margeir ákvað að bjóða þeim til Íslands að spila. Þeir koma því til Íslands næstu helgi og laugardalskvöldið 17. apríl halda þeir RyRalio partý þar sem þeir munu halda uppi massívu hús-grúvi allt kvöldið.