beatkamp kynnir warp records kvöld á kapital 6 feb Jæja ágætu Íslandsbúar.
Nú erum við aldeilis komin í feitt. Beatkamp og Warp Records í samvinnu, ætla að bjóða ykkur upp a Warp artista út árið 2004, vonandi einu sinni á mánuði.

Við erum ad tala um:
Aphex Twin, Autechre, Beans, Boards of Canada, Brothomstates, Chris Clark, Chris Cunningham, Chris Morris, Jamie Lidell, Jimmy Edgar, LFO, Nightmares on Wax, Squarepusher, Plaid, Broadcast, Mira Calix, Prefuse73, Two Lone Swordsmen, Vincent Gallo.

Stærsta og eitt fyrsta raftónlistar plötufyrirtæki í heiminum. Stórir hlutir í sögu íslenskrar raftónlistar þetta árið. Enda engin smá nöfn hér til umræðu.

Við ætlum ad byrja á þvi að fá Steve Beckett (stofnandi og eigandi Warp) og bróðir hans Ned Beckett (Official Warp Dj) til þess ad koma og kynna fyrir okkur bædi nýtt og gamalt efni, út og óútgefið, einnig ný warp video. Allt þetta gerist á Kapital.

Steve Beckett mun spila snemma og er i rólegri kanntinum en yngri bróðirinn N.E.D mun teljast mun harðari og kemur fram sem síðasta act.

En þetta er ekki allt. Einnig erum vid med íslenska snillinga inn i pakkanum. Chill out kóngarnir i delphi munu vera við hlið Steve i byrjun kvöldisins og einsog flestir ættu vita þá verður enginn svikinn þar.

Duo-ið Anonymous spilar seiðandi tóna á eftir chillinu og erum við þá búinn að færa okkur yfir aðeins harðari stöff.

Geðsjúklingarnir og hóstar kvöldsinns MidiJokers munu siðan stíga á stokk med klúbba sett og hóta þeir að sprengja hátalara, glugga og hljóðhimnur. Humm… áhugavert.

Siðan kemur að Ned Beckett aka N.E.D. Hart, dansvænt, Warp stöff. Meira þarf ekki að segja um það.

Frá og með miðnætti vera opið á neðri hæðinni og munu Dj Bangsi og Dj Mezzias frá Grænum fingrum halda uppi hip hop stemmningu þar til Dj Gunni Ewok (Breakbeat.is) hraðar upp i tempóinu með smá Drum'n bass in ya face.

það er 1000 kall inn á þessa veislu og gerist hún föstudaginn, 6 febrúar á Kapital. 10:00-5:00 AM.

Mætið snemma og hjálpið okkur við að halda lífi i senunni hér i 101. Og hver veit nema við höfum einhverja drykki í pokahorninu fyrir ykkur snemmlingana. Sjáumst þar!