Ég hef lengi verið að pæla í þessu með húsnæðið þar sem gamla Tunglið var í gamladaga og Topp Shop. Margar skrítnar sögur fara af þessu húsnæði um eitt og annað. Þannig er að ég er enn ungur og náði aldrei Tunglinu, þrátt fyrir það þá hef ég starfað sem barþjónn nú í rúm 5 ár og á þessum tíma hef ég heyrt margar góðar lyga og ekki lygasögur af Tunglinu sem var og hét. Það eru alltaf einhverjar Gróu sögur í gangi um að einhver eða einhverjir hafi það í huga á að kaupa eða leigja þetta glæsilega húsnæði þar sem Tunglið var og opna þar einhverja veitingastarfsemi, klúbb eða eitthvað annað. Það sem yfirleitt fylgir alltaf þessum sögum eru sögur af banni borgaryfirvalda!

Orðið á götunni er það að borginn hafi á sínum tíma gefið byggingarleyfi fyrir nýju húsi á sama stað eftir að Tunglið brann. Segir sagan að borgin hafi sett það sem skilyrði fyrir byggingarleyfi að aldrei skildi verða annar skemmtistaður eða klúbbur í þessu húsnæði. (Hvort það sé satt skal ekki fullyrða)
Eftir að Top Shop hætti rekstri í þessu húsnæði hefur það staðið autt, veit ég um nokkra menn úti í bæ sem hafa gasprað þá hugmynd út úr sér að opna þar klúbb, en alltaf kemur setningin Borgin mun aldrei veita leyfi fyrir slíkum rekstri í þessu húsi.

Því vill ég spyrja ykkur Djammara og aðra fróða menn og konur, er þetta tóm þvæla að Borgin heimili ekki slíkann rekstur í húsnæðinu, hver á húsnæðið og lóðina, hefur borgin lagalega heimild til að setja slík skylirði ef húsnæðið er einka eign, er raunhæft að opna klúbb í húsnæðinu?

PS: Ef mig minnir rétt þá var það borgarstjórn Davíðs Oddssonar sem átti að hafa sett þessi skylirði, nú er allt annar flokkur við völd eins og allir vita, hví ætti R-listinn ekki að endurskoða þetta “bann” ef það er þá!

Byðst velvirðingar ef þetta er tóm steypa og þvæla, ef ég hef sært einhvern.