Fann þetta skemmtilega viðtal við Steve Lawler á 4clubbers.net sem ég íslenskaði svona svakalega:

LL: Hvað er versta spurning sem fólk spyr þig?

Steve: Ábyggilega “hvernig tónlist spilarðu”, svo ekki spurja mig að því eða við verðum hérna í einhver ár!

LL: En ef þú þyrftir að taka viðtal við sjálfan þig, að hverju myndirðu spyrja?

Steve: Sjitt mar! Aldrei verið spurður að þessu áður. Stundum les ég þessi viðtöl sem hafa verið tekin við mig og mér finnst ég sánda eins og hálfviti, ég er hræddur um að ég sé ekki góður í þessu. Þannig, ég hef enga hugmynd, getum við ekki komið aftur að þessari spurningu?

LL: Auðvitað, en ef það yrði brjálað riflildi milli alla Dj´anna sem þú þekkir, hver myndi vinna?

Steve: Carl Cox myndi vinna, eða Tall Paul!

LL: Hver er besta lexían sem þú hefur lært í bransanum?

Steve: Að njóta sérhverrar mínútu meðan hún er hér!

LL: Segðu okkur eitthvað sem við vitum nú þegar ekki um þig?

Steve: Ég safna Simspons köllum.

LL: Eru allir bestu Dj-arnir sögulegir hommar?

Steve: Ég held að það hafi ekkert með það að gera. Snúðarnir af gamla skólanum komu samt upp úr gay senunni, þar sem hús tónlistin fæddist, undir áhrifum Junior Vasquez , Frankie Knuckles og fleirum

LL: Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur heyrt um sjálfan þig?

Steve: Það var einhver orðrómur um að bánserar frá einum klúbbi hefðu elt mig því ég hefði neitað því að spila útaf það var ekki til neitt kampavín, en ég hef aldrei einu sinni spilað í þessu landi sem þetta átti að hafa gerst í, þannig kannski var þetta einhver fríkí lygari. Annars finnst þeim gaman að skrifa um meint hótel bönn og þess konar hluti. Þetta fór svakalega í mig hvað var skrifað í tímaritin en núna finnst mér bara eins og það skipti engu máli.

LL: Hvað er svona það geggjaðasta sem hefur gerst fyrir þig meðan þú ert í búrinu?

Steve: Eitt gerðist fyrir nokkrum árum sem ég man alltaf eftir, Ég var í þessum klúbbi og einhver rétti mér í miðju setti eitthvað sem ég hélt að væri jóna. Ég veit ekkert hvað var í þessu en það var allavega ekki þetta venjulega, og ég panikaði svolítið og upplifði stórfurðulega reynslu þetta kvöld.
Annað sem ég man eftir (sem er mun ánægjulegra), var þegar þessi alsnakta stelpa hoppaði uppí búrið til mín. Mér fannst það mjög skemmtilegt og bara kúl móment.

LL: Hvernig tjillarðu?

Steve: Að undanskildnu sumrinu, þá eru sunnudagarnir einu frídagarnir mínir. Á þeim dögum vil ég helst tjilla með smók og flösku af af víni og jafnvel eitthvað DVD til að glápa á. Ég reyni að hafa einn dag í viku alveg frí þegar ég er ekki að vinna í stúdíóinu eða úti á landi, en það er samt ekki alltaf hægt!

LL: Ef þú gætir spurt hvaða dj sem er (lifandi eða dauðann) að hverju sem er, hvern myndirðu spurja og að hverju?

Steve: Þá myndi ég spurja Alistair Cook (RIP) sem spilaði áður á Basics í Leeds, og er einn af mínum uppáhalds.
Hann spilaði fjölbreytta blöndu af öfgakenndum plötum á hægum hraða, blandaði acid house saman við t.d. rokktónlist
Honum tókst að láta sérhvert mix meika algjört sens á gólfinu og bjó líka til þessi líka einstöku sett.
Mig langar til að vita, hvernig í andskotanum honum tókst að prógramma þessi sett svo þau hljómuðu svona frábærlega, því ég hef engan heyrt spila svona vel bara seinustu tíu árin.

LL: Hver er hetjan þín?

Steve: Homer Simpson!

LL: Hver eru skilaboðin þín til fólksins?

Steve: Lifðu fyrir mómentið! Það er soldið mikilvægt sem ég hef lært seinustu fimm árin.

LL: Hver eru framtíðarplönin? Verðuru áfram hér í Birmingham?

Steve: Akkúrat núna er stúdíóið mitt, skrifstofan og heimilið í Birmingham. Mig hefur alltaf langað til að búa í London en hef aldrei tíma til að leita að einhverju hentugara þar. Þannig að plönin fyrir framtíðina ná ekkert mikið lengra en að gera bara það sem ég er að gera í dag.

LL: Vissirðu alltaf að þú ætlaðir að slá í gegn sem súper Dj ?

Steve: Nei ég hélt aldrei að ég gæti náð að draga þúsundir manns inná klúbba, selja plötur eða dj-ast útum allan heim. Hélt allavega aldrei að ég gæti það.
En ég var samt viss um að eitthvað gott myndi gerast ef ég myndi bara reyna nógu andskoti mikið. Og eftir mikla áreynslu þá tókst mér árið 1997 að verða resident á Cream. Síðan hefur leiðin legið uppávið og mér finnst bara ótrúlegt hvað lífið mitt hefur breyst seinustu 8 árin miðað við hvernig þetta var.

LL: Seinasti singullinn þinn “Andante” er algjörlega ólíkur þeim fyrri, “Rise in”. Hvað finnst þér sjálfum um þetta?

Steve: Ég reyndi að vera meðvitaður í vinnsluni til að fólk héldi ekki að ég væri að gera annað ‘Rise in’, tribal með fullum söng, aðeins eltandi peninginn. Ég veit samt að “Andante” er ekki eins gott og “Rise In” en það hefði verið of auðvelt og fyrirsjáanlegt að pródúsa aftur þessa sömu formúlu. En annars er “Andante” meira svona það sem dj-ar spila í settunum sínum heldur en það sem fólk kaupir útí plötubúð. En annars tók vinnslan á sjálfu laginu frekar langan tíma því ég var undir svo mikilli tímapressu, því það var komið meira en ár frá því “Rise In” kom út. Annars býst ég ekki við að “Andante” hafi eins mikil áhrif og “Rise In” en það virkar á dansgólfinu og það skiptir mestu máli!



Annars blessum við bara þennan dimma Nu-Breed -ing sem virðist eftir allt saman vera gæðablóð og bjóðum hann velkominn á klakann á föstudaginn!