Jæja sælir verið þið djammarar……..

Það er eitt málefni sem ég vill vekja athygli á, það mun vera verðlag á áfengi á skemmtistöðum borgarinnar.
Það er orðið hræðilega dýrt að skella sér á djammið, á helstu stöðum borgarinnar kostar bjórinn um 550 til 600 kall (þó mismunandi) en er verðhækkunin þó ekki það mikil að hægt sé að væla eitthvað yfir henni. Hins vegar hefur verð á sterku áfengi hækkað mjög mikið og kostar glas með 3 cl af áfengi og gosi á flestum stöðum um 700 til 800 kall sem er frekar dýrt.
Fyrir mann sem skellir sér á djammið drekkur 3 til 4 glös af einföldum í coke, borgar sig inn á einn til tvo staði og tekur leigara heim þá er summan orðin nokkuð há í enda kvöldsins.
Þessi þróun er að valda því að fólk drekkur meira í heima húsi áður en það leggur í bæinn, það drekkur minna á barnum, þar af leiðandi eru minni viðskipti og minni innkoma fyrir staðinn sem veldur því að hann fer á hausinn á endanum eða hækkar verðið á áfenginu til muna.
Hvað varð um gullnu regluna í viðskiptum „spend money, make money" ef skemmtistaðir og kaffihús myndu lækka verðið á áfengi myndu þeir eflaust selja meira, oft gleymist að öllum viðskiptum fylgir fórnarkostnaður og finnst mér margir skemmtistaðarekendur gleyma sér smá, kúnninn er kominn í annað sætið!