LAYO & BUSHWACKA á NASA 19.september

Þá er loksins komið að því. Í samvinnu við Becks Gold mun Party Zone halda Afmælishátíð þáttarins á Nasa föstudaginn 19.september. Það eru bresku snillingarnir Layo & Bushwacka sem munu koma fram ásamt Grétari G og Árna E.

…úr fréttatilkynningu…
“Bresku snillingarnir Layo & Bushwacka eru meðal virtustu og þekktustu nafna danstónlistarheimsins. Layo Paskin og Matthew “Bushwacka” B eru plötusnúðar, skemmtistaðaeigendur og tónlistarmenn. Layo Paskin hefur til að mynda aðsetur í London þar sem hann á plötuútgáfu og dansklúbbinn “The End” en hann hefur verið gríðarlega heitur síðustu misseri. Þar hafa þeir félagar verið “resident” plötusnúðar fyrsta laugardag hvers mánaðar. Hróður þeirra hefur farið víða og í dag spila þeir út um allan heim. Sem dæmi má nefna Glastonbury, Hróaskelda, Ibiza ásamt helstu danshátíðum (t.d. Creamfields og Homelands) og klúbbum heims. Í DJ Magazine eru þeir á TOP30 yfir bestu plötusnúða heims.

Sem tónlistarmenn hafa þeir gefið út tvær breiðskífur sem hafa fengið verðskuldaða athygli og hrós. Árið 1999 kom út breiðskífan Low Life og var hún mikið spiluð af snúðunum hér heima sem og í dansþætti þjóðarinnar. Í fyrra kom síðan út snilldarverkið Night Works sem var á árslistum flestra tímarita sem skrifa um tónlist. Plötusnúðarnir hér heima t.d. völdu hana 2. bestu plötu síðasta árs. Á árslista Party Zone í fyrra þá var lagið “Love Story” sem er að finna á Night Works valið lag ársins. Þannig af þessu að dæma erum við að fá frábæra kappa til landsins sem kunna að trylla og tæta lýðinn.
Það verður upphitun í fjölmiðlum næstu daga. Við viljum sérstaklega nefna vefsíðu þáttarins Party Zone (www.pz.is). Stefnan er að setja inn greinar um þá kappa, hlekki og tónlist frá þeim á mp3 formi. Dansþáttur þjóðarinnar, Party Zone mun spila efni frá þeim köppum í þáttunum sem framundan eru. Einnig verður atburðurinn tekinn upp af Rás 2 og honum útvarpað síðar.

Þessi uppákoma er samvinnuverkefni Party Zone, Rásar 2 og plötuverslunarinnar Þrumunnar. Bræðurnir Ormsson hafa gert þetta að veruleika með því að gerast styrktaraðili kvöldsins og eru það Becks Gold og Pioneer sem koma að þessu með okkur.

Við erum mjög ánægðir að vera komnir í samstarf við Skemmtistaðinn Nasa vegna þess að þeir bjóða upp á besta húsnæðið undir svona stórklúbbakvöld. Ljós, hljóð og bjart umhverfi í ofanálag við flutning þeirra kappa mun skapa frábæra stemmingu þetta kvöld. Þeir munu einnig njóta fulltingis rjóma íslensku snúðanna. Þetta er í raun í fyrsta skiptið sem haldið er klúbbakvöld á Nasa, þótt ótrúlegt sé. Blaðamenn frá Bretlandi munu koma með þeim félögum til að gera kvöldinu skil. RISAKVÖLD Í VÆNDUM………”



Staðreyndir um kvöldið:

Föstudagurinn 19.september á Skemmtistaðnum NASA.

Hverjir: Layo & Bushwacka ásamt Grétari G og Árna E.
Gleðin hefst kl 23:00. Miðaverð: 1.500 kr í forsölu, 2.000 kr um kvöldið. Forsala verður í Þrumunni Laugavegi 69, hún hefst miðvikudaginn 10.sept.

Tilefni: Afmælishátíð Party Zone og útgáfupartí fyrir nýjan safndisk Layo & Bushwacka sem ber nafnið All Night Long

Smekkleysa dreifir plötum L&B hér á landi. Rás 2 mun mæta með upptökubil á staðinn og taka uppákomuna upp og útvarpa henni síðar.

Síðasta stóra afmæliskvöld Party Zone var þegar Timo Maas kom hingað þar sem tæplega 1100 manns mættu á Gauk á Stöng. Upplýsingar um þáttinn og sögu hans má nálgast á vefsíðu þáttarins.

Aðalstyrktaraðili kvöldisns er Becks Gold sem er nýr bjór frá Becks. Viljum við benda á vefsvæði þeirra www.becks.is. Pioneer kemur einnig til með að græja plötusnúða kvöldsins upp.

FORSALA ER HAFIN Í ÞRUMUNNI OG GENGUR VEL.

Nauðsynlegir tenglar: www.pz.is og http://www.oli.is/partyzone.html

pz