360 v.s 303 4 deck mix / live act
Sendandi: EXOZ
Hvenær: 6. september 2003 - 22:00
Hvar: GRANDROKK
Aðgangseyrir: 500 kr.

Þá er komið að einu heitasta tænókvöldi ársins.
Upphitun fer fram í útvarsþættinum party zone á
laugardagskvöld

360 gráður í samvinnu við 303 kynna allrosalega
dagskrá laugardaginn 6. september á skemmtistaðnum
Grandrokk.


Dj Rikki hefur kvöldið með progressive tónum og hitar
upp kvöldið fyrir þá félaga í 360 gráðum en það eru
þeir Exos og Tómas T.H.

Þá tekur við 303 hópurinn við með svokallað 4 deck
mix, þar sem notaðir eru hvorki meira né minna en
fjóra plötuspilarar. Það eru að sjálfsögðu þeir dj
Frímann og dj Bjössi sem mynda 303 hópinn að þessu
sinni en þetta er í fyrsta sinn sem þeir spila saman
með spilarana fjóra.

Syrpan þeirra mun þá vera hljóðupptekin og gefin út í
360 gráðu mixdiska seríuni sem að Exos stendur fyrir.

Exos mun þá taka við af þeim með lifandi tóna (live
set) og spila frumsamið efni sem er væntanlegt á hans
eigin útgáfu í vetur.

Það er þá loks einn harðasti tæknóplötusnúður landsins
sem mun enda kvöldið með krafti en það er einmitt dj
Tómas T.H. en hann er einnig væntanlegur með nýjan
mixdisk í 360 gráðu seríunni.


Svo endilega fylgist með þeirri mixdiska seríu og
látið þetta kvöld ekki fram hjá ykkur fara.

Dagskrá kvöldsins 6 september.

DJ RIKKI
DJ EXOS & TÓMAS T.H
DJ FRÍMANN & DJ BJÖSSI (4 deck mixing)
EXOS (live set)
DJ TÓMAS T.H.