Ég hef tekið eftir því að dyraverðir hafa verið í umræðunni hér og langar að deila reynslu minni með ykkur.
Ég var stödd á balli og var á leið UPP stiga. Efst í stiganum voru tveir dyraverðir og voru að henda einum gestana út. Þegar ég nálgast þá þá ýta þeir við mér. (Hvaða heilvita maður ýtir við manneskju á leið upp stiga?) Þeir semsagt ýta við mér með þeim afleiðingum að ég fell niður allan stigan og enda með höfuðið á öskubakka úr STEINI. Ég missti sjónina í smá tíma og gat mig ekki hreyft. Dyraverðirnir héldu bara áfram að henda stráknum út, litu á mig og fóru upp. Vinir mínir voru hjá mér þar sem ég lá og gat ekkert gert. Fljótlega kom svo sjúkrabifreið og flutti mig á sjúkrahús og ég hef gengist undir margar rannsóknir og þess háttar. Það er eitt ár og 3 mánuðir síðan þetta gerðis og er málið í biðstöðu vegna þess að þar sem ég er ófrísk þá er ekki hægt að meta bakið á mér sem fór alveg í hass.
En semsagt, fyrst þegar þetta gerðist þá sögðu dyraverðirnir að strákurinn sem þeir voru að henda út hefði gert þetta, svo viðurkenndu þeir nú fyrir löggunni að það voru þeir sem gerðu þetta. Annar dyravarðann er enn að bögga mig, hann t.d. var að hóta því að ég fengi ekkert ef ég færi í mál og eitthvað solis. (Hann keyrir um á sportbíl) Svo var ég stödd á balli á þessum skemmtistað, stóð við barinn og var að bíða eftir að fá vatn, þá kemur hann og ýtir harkalega við mér þannig að ég lenti með bumbuna (var sko ólétt þá) á barborðinu, hann rakst ekki í mig, hann hafði nóg pláss til að komast ferða sinna.
Ég fæ skaðann minn greiddan út úr tryggingum en það mátti sko berjast fyrir því og þess vegna vil ég segja við ykkur sem lendið í einvherju svipuðu að þið skuluð aldrei gefast upp og ekki láta þá komast upp með eitthvað svona.