Mér persónulega finnst að það ætti að lækka áfengis aldurinn. Í dag er hann 20 en mér finnst að það ætti að lækka hann um tvö ár eða 18 ára.
Þegar manneskja er orðin 18 ára er hú orðin sjálfráða og má gera það sem hún vill.

Mannekskja sem er ný orðin 18 fer út í banka og tekur lán upp á 500.000 kr. Vegna þess að þennan dag er þessi aðili að fara gifta sig. Giftingin gengur vel fyrir sig, þar til að það kemur að því að skála víni. Þá meiga ekki brúðhjónin skála því þau hafa ekki aldur til þess. Þau gefa skít í það og skála bara samt því þetta eru asnaleg lög.
18 ára máttu gera nánast allt. Hér koma nokkrir punktar.

·18 ára máttu taka lán

·Fyrir lánið máttu kaupa veitingastað og þú mátt vera með vínleyfi en bara ef þú drekkur það ekki vínið sjálf/ur

·18 ára máttu vera dyravörður þótt þú meigir ekki fara inn á staðin sjálfan.

·18 ára máttu gifta þig en ekki skála í þínu brúðkaupi.
·Og margt fleira

Þetta eru asnaleg lög og ætti að breyta þeim.
Jú ég veit ef 18 ára krakkar kæmust í ríkið, þá væri enn auðveldara fyrir 16 ára og yngri krakka að redda sér í ríkið. En ég segi skítt með það. Ef þú ert 13-16 ára og vilt drekka þá er það ekkert mál. Hringir bara í landasala og það reddar þér. Ég spyr er það sniðugra.

18 ára manneskja er ætti að vera komin með þann þroska að geta meðhöndlað áfengi. Ef ekki þá er eitthvað að!

Ef ekki þá ætti að hækka sjálfræðisaldurinn upp í 20 ára. En afhverju ætti að gera það.