Hvað er það í raun sem að þið haldið að fái mann ekki til að íhuga, það er ekki neitt. Þegar maður gerir ekki neitt nema að íhuga þá heldur maður ávallt að maður sé staddur á eyðieyju sem að enginn getur fundið eða svamlað að, því maður er gleymdur, geymdur og tröllum gefinn, þó svo að maður sé ekkert sérstaklega illa gefinn. Þið ykkar sem lesið á þriðjudögum og vaskið upp á miðvikudögum, ríðið á fimmtudögum og sinnið brýnum erindum á föstudögum er öll á grænni grein.
En ég er dapur. Æi ég er svo dapur því ég hugsa bara og geri aldrei neitt. Ég bara vorkenni sjálfum mér yfir því að hafa verið skapaður með hjarta sem alltaf er að kvarta. Stundum þá fer ég reyndar í sund, og það hlítur að flokkast undir djamm. Þar læt ég mig fljóta um í villu og vegleysu á meðan að ég hlusta að raddir guðs úr heitum laugum og þar lýgur enginn. Til hvers að ljúga í sundi þegar það er farið að kosta fimmtung af þúsara? Til hvers að ljúga að litlu sætu tussuni með þessa nettu og ómetanlegu buddu á meðan hún er að bjóða þér að komast að einhverju sem var og alltaf verður á meðan okkar þrjósku heilavöðvar titra og slá? Hvað má og hvað ekki?
Ég geng inn í salinn, nokkuð borginnmannlegur og léttur í fasi, kinkandi kolli og sáttur við kynhneigð mína að mestu. Panta mér bjór númer 45 og segi við þá sem lygin límir mig við“ Heyrðu veistu það að handboltastrákarnir okkar eru látnir horfa á Purple Rain með Prince fyrir hvern leik” Hún brosir og setur neglurnar á sér innan undir buxnaklaufina mína. Ég roðna og panta bjór númer sjötíu og segi henni hvernig ég ætli að ríða henni en gleymi að segja henni að ég sé lifandi og viti í raun ekki hvort ég eigi að gleypa veröldina eða að geyma hana undir handakrikanum um stund. ÉG dáleiði útlimina og verð eins og lítill handbolti í leit að trúarlegri reynslu. Ég verð eins og loft í rassgatinu á þunnum poppara. Ég verð ekki neitt því brosið er pikkfast á smettinu á mér og tvær eða þrjár æðar í heilanum eru að heimta rakan stað fyrir vin minn liminn.
Hvernig er hægt að ætlast til að þvílík líkamleg og sálræn flækja leysist í tvöföldum gin og tónik í þessu líka myrkri sem vakir svo árásargjarnt yfir okkur Íslendingum. Það er ekki hægt því það er margsannað að ef þú átt óvin þá styrkist þú í þeirri löngun sem er að lifa. Og þegar að myrkrið er orðinn óvinurinn, í hreinni og beinni merkingu, þá er það augljóst að við þessir hressu Íslendingar erum aldrei sterkari heldur en í myrkrinu þegar við erum hvað hræddastir við starfrænar truflanir í heilaberkinum.
Við óttumst hreinlega líf okkar en erum svo upptekin af því að verða ekki úti að við látum bara hann Bubba okkar segja okkur það. Reyndar er Bubbi á sama máli og ég, enda skal ég einhvern tíma kúra hjá kallinum.
Hugsum með sálinni og þefum með nefinu drukknum í slefinu og elskumst í efinu. En hvað ef. Ef þú . Það er bara ef.
jæja ást og einlægni fuck you too.