Nú er ein vinsælasta ferðahelgi sumarsins að renna í garð og er án efa spenna í flestum að fara eikað skemmtilegt.

ég er sjálfur ferðarfari um næstu helgi og er 17 ára gamall, ég var að fá bílprófið og mig hlakkaði rosalega til að geta farið með félögunum út á land í tjaldferð og skemmtun og auðvitað keyra varlega. Fyrir nokkrum vikum varð mér ljóst að Húsafell sem var ákveðinn staður okkar krakkana að fara á, væri ekki opinn fyrir unglinga í ár þar sem atvikin í hittifyrra gerðu allt crasy.

Nokkrum dögum seinna komumst við að samkomulagi að fara í Þjórsárdal og hafa gaman og allt er til reiðu, en þá komumst við að því að dalurinn er einnig ekki opinn fyrir ungt fólk. Eftir þetta vorum við orðnir frekar fúlir og leituðum nú fyrir stuttu á aðra staði og ætluðum á Laugarvatn en við ákváðum að hringja snöggvast þangað til að athuga aðstæður fyrir unglinga og svoleiðis og þá er okkur sagt að allt sé í lagi og ekkert vandamál sé að við getum komið inn. En daginn eftir er búið að setja 18 ára aldurstakmark á svæðið. þá var það úthlíð og við hringjum þangað en þá svarar kona sem greinilega hefur átt mörg samtöl við streitumikla unglinga um daginn og er hún bara fúl og reið og hótar lögreglunni á fólk undir 20 ára aldri sem ætla í Uthlíð.

Nú í kvöld ákváðum við að fara á Flúðir og þeir buðu okkur velkomna með skilyrðum um ró og næði.

ég spyr… Hvað er að gerast ? þegar fólk var ungt fyrir 10 árum eða minna gat það farið áhuggjulaust á hvaða tjaldsvæði sem er og skemmt sér án allra áhyggja. En er í raun betra að smala öllum undir 18 ára unglingum á einn eða tvo staði? verða þá minni vandræði?

Kastljósið á Rúv hvatti einnig foreldra til að læsa börnin inni um helgina.

Fólk getur líka skemmt sér edrú en það skiptir víst engu máli… Edrú eða undir áhrifum 17 ára gamall ertu bannaður allstaðar..

Er þetta mottó framtíðarinnar ??

kommon