Ég, eins og svo margir aðrar/aðrir er 16 ára, og þar með undir lögaldri, var bara að pæla í því hvort að maður þyrfti ALLTAF að vera ‘ólögleg’ á 18 ára böllum. Ef maður hefur ekki náð 18 ára aldri er maður líklegast ‘ólöglegur djammari’. Ég persónulega hef aldrei prófað að fara inn á skemmtistaði þar sem aldurstakmarkið er 18+, einfaldlega út af því að ég er ‘hrædd’ um að mér verði hent út vegna aldurs eða e-d..
En hey! Allir komast inn á þessi böll þó þeir séu bara 16 og enginn tekur eftir því, eða hvað? Af hverju er ekki meira af 16 ára böllum? Meina.. það er kannski alveg skiljanlegt af hverju.. það er allt þessum lögaldri að ‘kenna’??
Af hverju komast 16-17 ára unglingar inn á skemmtistaði? Eru þau með fölsuð skilríki, sofa hjá dyraverðinum eða eru dyraverðirnir ekkert að spá í aldrinum yfirleitt?

Eins og ég segi, þetta eru bara pælingar.. en endilega látið heyra í ykkur. :)

-Dama^