Ætla ekki allir á Humarhátíð 3-6 júli ?
Ég ætla bara að benda á það að það verður geðveikt stuð á Humarhátið á Höfn í Hornafirði daganna 3-6 júli. Það verður í svörtum fötum að spila ásammt á móti sól og ekki má gleyma honum sívinsæla Geirmundi handa þeim gömlu. Svo er náttúrulega trance stemmarinn á Skemmtistaðnum víkinni á fimmtudeginum sem heldur upp feitu stuði framm eftir þar sem hinn geysivinsæli Dj- Skuggabaldur spilar. Alvöru útihátíðarstemmari sem verður þarna á ferð.
Það má lika benda á að það verður fjórðungsmót svoeliðis að á svæðinu verða milli 5000-7000 manns.
Nú er bara að pakka tjaldinu niður í skottið, og hlaða afganginn af bílnum af bjór og brennsa og bruna til hornafjarðar og skemmta sér eins og vitleysingur.OG djamma á bryggjunni með einn feitan humar í annari og einn jökulkaldan í hinni.

Veldu þér djamm, veldu Humarhátið, ég garantera að þetta er eitt mesta djamm sumarsins.

Kveðja Seli
I lower my head