…………ég hef eitthvað svo ótrúlega mikið að segja að ég veit ekki hvar ég á eiginlega að byrja.

Langaði allavega að segja að á mánudagskvöldið fór ég á Sasha á Gauknum… og það var gjörsamlega meiriháttar!
Það er ekki oft sem skemmtistaður hér á íslandi fyllist svona svakalega. Svo mikill var hamagangurinn að ég gat mig hvergi hreyft þegar ég reyndi að fara niður á gólf til að dansa.. og ótrúlega sveitt stemmning! Svona á þetta sko að vera!
Ég reyndar samt hékk mest bara uppi á efri hæðinni enda í góðum félagsskap þar.. og tók mig nú til nokkru sinnum og dansaði bara uppá stólum og borðum :)

Annað mál, eru engar virkar djamm síður lengur?
þegar maður skoðar síður eins og djamm.is, djammari.is, dreamworld.is, 01.is og fleiri síður.. þá virðast engvar þeirra vera í stöðugu “update-i”.
Enn er eitthvað eldgamallt inná mörgum þessara síðna og maður finnur hvergi lengur hvar eitthvað er að gerast nema eiginlega hérna inná huga..
hvað er málið eiginlega? Nennir enginn þessu lengur?
Ég skal alveg nenna að sjá um svona síðu ef maður er látinn vita alltaf í tæka tíð hvað er að fara að gerast og þannig.

Allavega mér finnst þetta bara lélegt.

ætlaði að segja einhver heilósköp í viðbót.. en man ekki hvað það var :(