Spotlight orðinn FM-hnakkastaður :( ég held þetta hafi ekki verið neitt aprílgabb sem ég heyrði í gær.. en núna er Baddi rugl hættur á spotlight (hann sá alltaf um neðri hæðina með danstónlist) og ákveðið hefur verið að breyta spotlight í algjörlega gay stað.. sama gay stemmningin verður uppi (dj Gay-lord að spila) en á neðri hæð verður fm-hnakkatónlist undir stjórn dj Neat (hver sem það nú er).
þetta þykja því miður sorglegar fréttir fyrir okkur -EKKI- fm-hnakkana sem viljum heyra smá danstónlist um hverja helgi og ef ekkert er að “gerast” (ekkert dreamworld kvöld og engin elektroluxkvöld) þá hefur lengi þótt skásti kosturinn að fara á Spotlight. En núna er búið að taka það frá okkur.

Á laugardagskvöldið núna næstkomandi (5.apríl) þá verður svokallað Þrumupartý á Vídalín.
Ætla þeir félagar Baddi rugl og Grétar G. að taka saman höndum og halda partý útum allan bæ og kynna íslenska dj-a. Verður þetta svokallað kynningarkvöld og verður Bjössi brunahani að spila þarna með þeim.
Byrjar kvöldið um kl 23 og stendur langt framm eftir nóttu, en aðgangseyrir er aðeins 500 kr.