Komiði sæl og blessuð.
Nú ætla ég að leggja í þann leiðangur að segja frá síðasta Elektrolux kvöldi sem haldi var síðastliðinn föstudag á Astró.

Ég var búinn að vera nett spenntur yfir þessu kvöldi þar sem stjarna síðasta Elektrolux kvölds (Sander Kleinberg) klikkaði á að mæta .. þannig maður hafði ekki farið á “rétt” heppnaðn Elux kvöld síðan 20.des (Dave Seaman).
Ekki það að ég sé að kvarta undan íslenska danstónlistar-scene'inu undanfarið, búið að vera prímó .. en Elektrolux kvöldin eru náttúrulega snjöllust :)

Held að húsið hafi opnað um 23, en hvað um það .. maður mætir aldrei fyrr en 2 í fyrsta lagi :) .. þannig maður hefur sig til, hittir vinina og keyrir í bæinn.
Maður var svosem búinn að heyra útundan að skilríkja-tjékkið myndi vera dáldið öflugt þetta kvöld þannig maður fær alltaf smá hroll þar sem ég næ ekki 20 ára aldri fyrr en fyrstu vikuna í júní.
Þannig þegar fyrir utan Astró er komið er allveg þokkaleg röð .. *urrr* /me -hatar- raðir.
Þannig LadyJ notar samböndin og tekst að láta hleypa okkur á undan röðinni nema hvað .. að dyravörðurinn biður mig um skilríki .. :/

Ekkert mál, hugsa ég .. það getur nú ekki verið að hann muni gera mál yfir 2 mánuðum .. hann hlýtur nú að hafa smá hjarta. - En nei, “sorry vinurinn, 20 ára inn”
Núna eru vinirnir komnir inn þannig ég ætla nú ekkert að vera að draga þau út með mér fyrst ég komst ekki inn :þ
Þannig ég keyri heim, tjilla með tónlist í klukkutíma (Higher state of conciousness fékk að hljóma alloft :D) og smelli mér síðan aftur niðrí bæ, þá er röðin að mestu horfin og búið að skipta um dyravörð .. (hinn greinilega verið kallaður aftur niður til helvítis) og geng beint inn.
Ef þú ert að lesa þetta kæri dyravörður þá vona ég að þú hafir lent í einhverskonar slysi á leiðinni heim úr vinnunni þessa nótt, hugsanir mínar hvíla ekki hjá þér.

En um leið og ég kem inn, hverfur allur pirringur.
Masssssíf stemming og ljúfir elektrótónar fylla andrúmsloftið.
Svona eiga djömm að vera.

Hitti vinina, fæ mér vatnsglas og sest aðeins niður til að spjalla.
Síðan er haldið á aðaldansgólfið .. en þegar ég kem framhjá innganginum þá lendi ég á vegg!
Þó að gólfið hafi verið -þokkalega- troðið .. þá hefði maður nú geta troðið sér aðeins á milli til að fá smá dansrými, fyrir utan þá litlu staðreynd að loftið er búið þarna inni.
Ef enginn missti meðvitund þarna inni þetta kvöld, þá hefur guð verið að vakta dansgólfið í allri sinni dýrð, því loftið var einfaldlega gjörsamlega á þrotum og hrikalega heitt þarna.

Þannig ég fer með vini mínum á efri hæðina, þar sem þetta er allt annað mál! :)
Nóg pláss, og því sem meira skipti .. það var loft sem maður gat andað að sér þarna uppi! :D
Þannig maður dillaði sér við það í svona klukkutíma ..
Bigups fyrir Breikbít punktur is krúið, tókst að halda mér við efnið næstum allt kvöldið .. allveg þangað til kom a drum ‘n bass syrpunni .. fíla ekki D’n'B :þ

Eftir það var ég niðri að tjilla í góðum fílíng við Josh Wink.
Góða við þessa tónlist sem hann spilar .. hún svínvirkar hvort sem maður er á fullu á dansgólfinu .. eða situr við borð að spjalla við vinina. :)

Annars frétti ég að allmörg föt hefðu eyðilagst útaf einhverju rauðu gumsi á aðaldansgólfinu .. væri gaman að vita ef einhver vissi hvað það væri :þ

Þannig fyrir utan dyravörðin fyrr um kvöldið sem ég óska einskis nema hins versta .. þá skemmti ég mér konunglega.
Astró hentar einmitt allveg hreint ROSALEGA vel fyrir þessa viðburði sökum bæði stærðar og hljóðkerfis.
En hinsvegr hef ég allmikið að setja útá loftræstinguna.
Mér finnst nú hálf-ótrúlegt ef aðaldansgólfið sé ekki almennilega loftræst, þar sem 200 manns er troðið þarna inn og látið dansa við 180bpm tónlist, þannig hitinn þarna inni er ekkert sérstaklega lár.
Ég tala nú ekki um ef fólk er að neyta extacy.
Þetta er bara ávísun á slys og ég vona að það verði gert eitthvað í þessu fyrir næsta kvöld.

Þannig ég tek að ofan fyrir skipuleggjendum kvöldins sem stóðu sig eins og stakar hetjur að venju, og ég er strax kominn með gæsahúð yfir Dave Clarke í lok apríl.

Til hamingju með vel heppnað kvöld, og sjáumst á Clarke! :)
Addi