Ég er búinn að skoða nokkrar greinar hérna á djamminu og hef tekið eftir því að að annsi margar hafa farið að snúast um dóp. Sem er jú einn af fylgi fiskum djammsins, en með þessari grein vona ég að ég geti komið af stað samræðum um þetta mál, en einig vona ég að þeir sem takki þátt kunni sig og hafi þroska til að ræða hlutina og ekki vera með skítkast hægri vinstri, er þessu beint hvoru tveggja til notenda og þeirra sem ekki nota dóp en hafa skoðun, komið með ykkar skoðanir án þess að vera með barnastæla.

Með fyrirfram þökkum The Punk -:)

Raunverulegur raunveruleikaflótti?

Ég hef bæði komið nálægt skemmtanalífinu sem djammari og starfsmaður hinna ýmsu skemmtistaða. Það skemmtilega við að starfa á skemmtistöðum er að maður kynnist djamminu frá öllum hliðum, ég hef bæði starfað á klúbb, virðulegu hóteli og annsi mörgu þar á milli, hér á huga hefur mikið verið talað um þá sem nota dóp séu ein tómir aumingjar og þunlyndissjúklingar að flýja raunveruleikan. Auðvitað verður maður aumingi ef maður notar dóp á hverjum deig en þú verður líka aumingi ef þú ert fullur alla daga er það skárra? Hver segir að maður getur ekki notað dóp af og til án þess að verða aumingi? Ekki eru til tölur um þá sem nota dóp og hafa það jafnvel betra en hinn venjulegi Jói sem drekkur ekki einu sinni, auðvitað er ekki tölur því ef það er ekkert vandamál þarftu ekki að leita þér hjálpar og verður ekki að tölu hjá ríkinu eða SÁÁ ekki satt? Ég er ekki að hvetja fólk til að fara og nota fíkniefni heldur er ég að benda á það að alhæfingar eru alltaof margar í þessari uræðu í þjóðfelaginu. Fíkniefni hafa alltaf fylgt manninum hvort það er áfeingi, tóbak eða svokallað “dóp”,
fólk verður bara að fara sætta sig við það að þetta er löngu tapað stríð, hvernig væri að hætta fordómum og fara að viðurkemnna að þetta er bara fylgifiskur mannsins, þá fyrst er hægt að fara að taka á málunum. Er það ekki hálf gerður raunveruleika flótti að trú því að einhvern tíma verður mannkynið dóplaust?? Látið ekki svona viðurkennið vandan og tökum á honum frekar. Þegar krökkum er sagt að fíkniefni séu hættuleg og það sé stranglega bannað að nota þau, er bara verið að gera þetta en meira spennandi. Af hverju ekki frekar að segja þeim að jú auðvitað er þetta hættulegt en þegar maður hefur þroska til (þá er ég að tala bæði um andlegan og líkamlegan þroska) er allt í lagi að prófa en auðvitað er fólk misjafnlega veikt fyrir þessu, hvort er þá betra að krakkarnir bíði og fá að þroskast aðeins og versla svo hjá viðurkenndum aðlia sem heldur skrá yfir neyslu viðkomandi, eða hann fari ungur að fikta og versla hjá dópsala sem er sjálfur langt leiddur að hann platar viðkomandi ti lað fá smá á “krít” þanig að vítahringnum heldur áfram?

Notum að eins það sem guð gaf okkur “Rökkhugsunina” og tökum á þessu,
tökum þetta úr höndum undirheimanna og höfum frekar stjórn á þessu.

Ég get haft þetta miklu leingra en kanski að maður leyfi öðrum að komast að en, á til mun lengri grein sem ekki verður birt hérna þar sem farið er mun ýtarleg í þetta allt saman ásamt tölfræði. (afsakið stafsetninguna, er vanur að látta prófarkalesa fyrir mig en vonandi kost þetta til skila)