Í hvert skiptið sem ég kem inn á spotlight er alveg ótrúlega lítið af fólki, þá er ég að tala um að það er stundum bara eins og að vera í medium partýi. Málið er bara að það er stundum eins og heimsins skemtilegustu Reykvíkingar í heiminum séu staddir þar. Maðu e-n vegin tekur ekkert eftir því hvað það eru fáir v.þ.a. þessir fáu sem eru þarna eru svo rosalega skemmtilegir.

Auðvitað er ég ekki að alhæfa. Ég er ekki þarna það oft (alltaf á Nellys) en þetta hefur verið ósköp ríkjandi þau fáu skipti sem ég er þarna.

Hvað nellys varðar, þá finnst mér þetta eginlega vera alger búlla, glösin eru skítug, staðurinn sóðalegur og starfsfólkið dónalegt. Samt er maður eginlega alltaf þarna og skemmtir sér konunglega. Og staðurinn er oftar en ekki fullur af fólki.

…skrítið