Nýr og breyttur Spotlight Næsta föstudag verður svokallað kynningar kvöld fyrir hinn nýja Spotlight..
En verið er að breyta staðnum þannig að á efri hæðinni verður þetta algjörlega gay staður (sem sagt svona músík í gay-kanntinum :) En á þeirri neðri verður svona trance og techno staður. Lokað verður á milli hæðanna en hægt verður að komast á milli staðanna með stimpil á hendinni… sem maður fær þegar maður borgar sig inn.
Neðri hæðin mun síðan alltaf vera opin frá kl 03.00 til 06.00

En á föstudagskvöldið verður neðri hæðin opin allan tímann og verður <b>Grétar G. </b> að spila frá tólf til tvö og svo tekur Baddi Rugl við.

Mana ég sem flesta til að mæta og skemmta sér vel :)