Ég er ein af þessum nördum sem stundum alltaf sömu staðina. Veit einhver hvað það er erfitt að venja sig af því?

Staðurinn sem ég og vinir mínir förum alltaf á er (nátturlega) Nellys jafnvel þótt við vitum að hann sé nátturlega löngu liðin tíð. Málið er að þetta er eiginlega bara vani.

Eitt kvöldið, þá ákváðum við að fara EKKI á Nellys. Síðan breyttist það í að við ætluðum að fara frmmhjá Nellys, bara til að gá hvað það væru margir. síðan breyttist það í að við ætluðum bara rétt að kíkka inn og gá hverjir væru inni. En svo að sjálfsögðu vorum við þarna alla nóttina.

Þetta er eitt aulalegasta kvöld ævi minnar en það var líka alveg ofboðslega gaman (kannski það sé bara málið…)