Ég skellti mér ásamt tveim vinum mínum á Ice Ventura #1 sem var haldið á gauknum á vegum Dreamworld sem hafa náð sér í ágætis orðspor sem promoterar hérna á klakanum sökum Xtravaganza og Patcha kvöldana sem þeir hafa staðið fyrir.

Upphaflega átti betri helmingur PPK, Sergey Pimenov að spila en sökum vegabréfa-áritunar vesens komst hann ekki til landsins, þannig honum var frestað fram að 28. febrúar, en mun hann þá spila á Ice Venture #2.

Maður var svona nett fúll, búinn að kaupa miða í forsölu og allt .. en meina, ákvað að gefa þessum Garry White séns fyrst maður átti nú miða á atburðinn og þá sérstaklega þar sem hann átti að vera trance snúður.

Ég kom inná gaukinn uppúr 1:30 afhenti forsölumiðann og komst að þvi að þeir stimpluðu ekki á fólk.
Þannig eftir að þú fórst úr, þá kemuru ekki inn aftur nema að borga þig aftur inn. Þetta þótti mér algerlega -fáránlegt- og hef aldrei orðið vitni að þessu áður á skemmtistað sem er að host'a raftónlistar-viðburð.
Fór innfyrir og guð minn góður :þ .. Gaukurinn var algerlega tómur, það var enginn á gólfinu og þeir fáu sem voru þarna inni yfir höfuð sátu við borð og drukku bjór.
Fórum á efri hæðina og settumst niður og fengum okkur bjór og “biðum eftir” að fjöldinn myndi mæta, sem hann í raun gerði aldrei.
Við kíktum niður eftir tæplega klukkutíma (um 2:30) og þá voru nokkrir komnir á gólfið, og þá eiginlega fengum við nóg .. ætluðum sko ekki að eyða Laugardagskvöldi í svona vitleysu.

Þannig röltum yfir á Spotlight, sem var allveg að gera góða hluti fín músík í gangi og flott mæting.
Bjargaði algerlega kvöldinu fyrir mér :)

Þannig ég verð eiginlega að kalla þetta kvöld flott á kostnað Dreamworld, sorry :/
Hef skemmt mér mjög á Patcha kvöldinum en það var bara alltof slök mæting á þetta kvöld, vona að ykkur gangi betur með Ice Ventura #2.


Var of hakkaður í gær til að krota þetta niður, þannig heitir samt “dagurinn eftir” :)
Addi