Starfsemi skoðuð í Bretlandi
fjármál Breska blaðið Slough and Windsor Observer greindi nýlega frá því að verið væri að kanna meint svik af hálfu Aquanetworld.

fjármál Breska blaðið Slough and Windsor Observer greindi nýlega frá því að verið væri að kanna meint svik af hálfu Aquanetworld. Verslunareigendur á Farnham Road í bænum Slough á Englandi hefðu verið gabbaðir til að láta af hendi hundruð punda til Aquanetworld sem skráð væri í Windsor og ekki fengið neitt í staðinn.

Haft var eftir Mike Hembry frá Slough Trading Standards að vitað hefði verið um málið í nokkra mánuði. "Við hvetjum öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir þessu að láta okkur vita. Við tökum þetta mjög alvarlega.