Kosningabaráttan 2007 Aldrei hef ég orðið vitni að eins dauflegri kosningabaráttu eins og raun ber vitni og finnst mér þessi mynd segja allt sem þarf. Vinsti flokkar þora vart að tala fyrir sitt litla líf sem bendir til þess að Sjálfstæðismenn eigi eftir að sitja enn einu sinnni við hásætið með einhvern lepp sér við hlið, að öllum líkindum Framsókn, ef þeir ná þá manni inn.

Kosningarnar í hnotskurn:

Sjálfstæðisflokkur þarf ekki að segja neitt.

Framsókn getur ekki sagt neitt.

Vinstri græn þora ekki að segja neitt.

Frjálslyndir segja eitthvað en það tekur enginn mark á þeim.

Samfylkingunni dettur ekkert í hug að segja.
-axuz