Alskilnaðarmúrinn Hér má sjá Alskilnaðarmúrinn í Palestínu en múrinn er með öllu ólöglegur samkvæmt Genfarsáttmálanum. Árið 2004 krafðist allsherjarþing Sameinuðuþjóðanna að bygging múrsins yrði tafaralaust hætt en sú varð ekki raunin. Síðar úrskurðaði alþjóðadómstóllinn í Haag að múrinn skyldi tafarlaust verða rifin og fórnarlömbum greiddar bætur vegna byggingu múrsins. Ekki hafa Ísraelar fyglt dómunum eftir. En það er ekkert sem kemur manni á óvart með þessa dóma enda eru múrarnir byggðir langt frá viðurkenndum landamærum Ísraels. Yfir hundrað þúsundum manns hafa verið rænt jörðum af vegna byggingu múrins og tugir þúsunda komast ekki til vinnu sinnar vegna múrsins. Fólk sem býr við múrin sér ekki til sólar mest megnis af deginum. Þeir sem vilja ferðast út fyrir bæji sína þurfa að bíða í marga tíma við vegatálma, og í örfá skipti sleppa hermenn þeim í gegn.