Uri Avnery Ísraelski friðarsinninn Uri Avnery, stofnandi friðarsamtakanna Gush Shalom. http://zope.gush-shalom.org/home/en
Avnery er fyrrverandi hermaður, fyrrum þingmaður í Knesset, og fyrrum blaðamaður. Hann særðist í Sex daga-stríðinu og hefur síðan þá barist fyrir friði milli Palestínumanna og Ísraela. Gush Shalom styður tveggja-ríkja lausnina, grundvallaða á landamærunum fyrir 1967. Árið 1974 var Avnery fyrsti Ísraelinn til að koma á samskiptum milli PLO og Ísraelsstjórnar og 1982 var hann fyrsti Ísraelinn til að hitta Yasser Arafat. Hann hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir baráttu sína fyrir friði og mannréttindum. Hann stofnaði Gush Shalom 1993. Avnery er á níræðisaldri enn er enn öflugur friðaraktívisti og dálkahöfundur.