Og það ekki eins og það sé út af þessari mynd sem margir eru gagnrýnir út í Ísrael og gyðinga. Stefna stjórnvalda og aðgerðir hersins núna og í gegn um tíðina hafa nú átt aðeins meiri þátt í því.
Það er rétt að gera greinamun á and-zionisma og and-semitisma. Sérstaklega út af því að margir vilja rugla því saman. Það er mikill munur á því að vera garnrýninn á ísraelsríki (þ.e. stjórnvöld, her og stefnu) og því að vera andsnúinn gyðingum sem slíkum. Svo eru auðvitað þeir sem eru bæði. Ég tel sjálfan mig með fyrsta hópnum.
Ég er hins vegar alveg sammála því að það eigi ekki að ýkja hlutina, heldur hafa í það sem sannast reynist. Þessir hlutir eru líka alveg nógu slæmir án þess að þeir séu ýktir frekar.