Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun tæplega fertuga konu, Sigurhönnu Vilhjálmsdóttur, í átta ára fangelsi fyrir að hafa veitt sambýlismanni sínum áverka með hnífi svo hann beið bana af.
Konan, sem er 39 ára, var ákærð fyrir manndráp að heimili sínu á Grettisgötu í Reykjavík 6. mars sl. með því að hafa ráðist á sambýlismann sinn, Steindór Kristinsson, sem nýorðinn var 50 ára, og stungið hann þrisvar sinnum með hnífi í brjóstkassa og kvið, þar af tveimur djúpum stungum, með þeim afleiðingum að Steindór lést þann 24. mars af lungnabilun vegna bráðar lungnabreytingar og lungnabólgu sem var afleiðing atlögu ákærðu.

Í dómi héraðsdóms segir að ekki verði fram hjá því litið að verkið vann konan í snöggu heiftarkasti eftir að Steindór hafði slegið dóttur hennar og fyrr um kvöldið hafði hann slegið ákærðu svo að blæddi úr nösum hennar. Þá yrði að byggja á því, að þótt sambúð þeirra Steindórs hafi ekki orðið löng, hafði Sigurhanna mátt þola viðvarandi kúgun og ofbeldi af hendi hans.

Refsing ákærðu þótti með hliðsjón af þessu hæfilega ákveðin fangelsi í 8 ár. Frá refsingunni dregst 202 daga gæsluvarðhaldsvist konunnar. Hún þarf jafnframt að greiða allan sakarkostnað, þar með talin 150.000 króna málsvarnarlaun verjanda síns.

Hvað er eiginlega um að vera, 8 ár? Það er ekki langur dómur. Finnst að hún hefði átt að fá að minnsta kosti 16 ár, hún drap þó mannin! Menn fá orðið verri dóma fyrir fíkniefnasmygl en morð.