Tveir Þjóðverjar sem voru í leit að náðhúsinu á flugvellinum í Frankfurt tóku vitlausa beygju og enduðu uppí flugvél á leið til Moskvu. Hinir 20 ára gömlu menn voru á ráðstefnu á flugvellinum og höfðu víst drukkið ansi stíft. Þegar þeir þurftu svo að létta á sér og hófu leit að klósettinu tóku þeir vitlausa beygju með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar mennirnir lentu svo loks í Moskvu eftir margra tíma flug áttuðu þeir sig á því að það var orðið furðu kalt úti. Þeir höfðu hvorki vegabréfin á sér né landvistarleyfi svo lögreglan kærði þá og sendi þá með fyrstu vél til baka.
A