Þetta er soldið óskilgreind spurning, auðvitað er stríð ekki æskileg leið til að tryggja frið, en sagan hefur margsýnt að það getur gerst. t.d. ef önnur hliðin gjörsigrar hina og útrýmir henni, þá er kominn friður. Svo að svarið er “auðvitað er hægt að tryggja frið með stríði”, spurningin ætti að vera hvort það sé æskilegt.

Persónulega finnst mér stríð alveg réttlætanlegt í vissum tilfellum og yfirlýst hlutleysi er að mínu mati aumingjaskapur, hvar væri heimurinn í dag ef England og Bandaríkin hefðu bara verið hlutlaus í seinni heimstyrjöldinni, það er ekki hægt að sitja bara hjá og vona að einhver reddi málunum fyrir mann. Þegar upp kemur yfirgengileg illska þá er það á allra ábyrgð að berjast gegn henni.<br><br>Betur sjá augu en eyru.
Betur sjá augu en eyru