Mér barst í hendur bók sem að var um skoðanir Votta Jehóva á ýmsum málefnum. Mér blöskraði vægast sagt virkilega við að lesa þessa bók. Þar var því haldið fram að margt væri óeðlilegt (eins og samkynhneigð, kynlíf utan hjónabands og fleira) og voru að koma fram með fullyrðingar sem að áttu sér enga stoð í raunveruleikanum. Einnig las ég eitt tímarit frá þeim þar sem að börn voru lofuð fyrir að deyja frekar heldur en að fara í aðgerð (útaf því að þá hefðu þau þurft að fá blóð á meðan að á aðgerðinni stæði og það er eitthvað sem að trú Votta leyfir ekki).
Ég er alls ekkert að segja fólki hvað þau eiga að trúa á, því að við trúum jú öll á það sem að við viljum. En hvað mér finnst Vottarnir vera að gera, er að þröngva skoðunum sínum upp á aðra. Þeir ganga hús úr húsi og boða trúnna sína og taka ekki nei sem svar. Það er það sem ég þoli ekki. Þeir koma aftur og aftur. Við vitum af þeim…það er ekki eins og við gleymum því einn daginn að þessi trú sé til, þannig að þeir þurfa ekkert að vera að tyggja þetta í okkur.
Ef að trú þeirra leyfir ekki að fá blóð hjá öðrum (er ekkert að setja út á það að þeir vilji hafa það þannig) af hverju geta þeir þá ekki lagt fyrir sitt eigið blóð, sem að yrði síðan geymt á einhverjum stöðum. Þá væri hægt að nota það, ef að þeir þyrftu að fara í aðgerð til að þeir þyrftu ekki að deyja fyir trú sína?
Þetta eru svona mínar hugleiðingar og skoðanir og ég biðst afsökunar ef að ég móðga einhvern með þeim. Hvað finnst ykkur hinum?
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making