Mér eru ruslamál á Íslandi hugleikin, því mér finnst við landarnir vera að versna í umgengni okkar og fólk virðist ekki nenna að henda rusli á rétta staði. Undir stjórn núverandi umhverfisráðherra er búið að setja ýmisskonar umhvefislög með skilagjöldum sem eru ágæt en hvað með viðurlög við að henda rusli á almannafæri ? Eða hvað með tyggjóvandamálið ?

Víða í BNA eru ströng viðurlög við að henda rusli, t.d. í heimaríki forsetans, þar sem þeir nota slagorðið “Don´t mess with Texas” (mjög í anda Bush ekki rétt ?) og sektin c.a. $1.000. Í Singapore er bara bannað að nota tyggjó og varðar sektum held ég. Ég spyr; Af hverju ekki sekta fólk fyrir að henda rusli, láta Lögguna rukka þetta af hörku og leifa embættinu að bæta launin fyrir innkomuna. Og svo finnst mér að ætti að setja umhverfisskatt á tyggjó (ég nota það samt mikið sjálfur) því þetta er klárlega að valda mengun. Ég er að spá að skrifa henni Sif um þetta.