Jæja þessi grein á örugglega eftir að fá mjög mismunandi og harðorð svör en það verður víst að hafa það.
Þannig er að mér finnst mjög furðulegt að þegar að við náum 18 ára aldrinum hérna á klakanum þá öðlumst við mörg réttindi. Við getum gert allann andskotann og sömuleiðis erum við dæmt sem fullorðið fólk ef að við brjótum af okkur. Hvernig stendur þá á því að við megum ekki kaupa áfengi og vera á börum 18 ára? Þetta skil ég ekki. Ég er bara að velta þessu fyrir mér þar sem að ég var að koma úr landi þar sem að það er leyft að drekka 18 ára. Hvað finnst ykkur? Finnst ykkur að það mætti lækka aldurinn? Endilega látið ljós ykkar skína :)