ég sá þetta á mbl.is:

“Bandaríska fjármálaráðuneytið sektaði nokkur fyrirtæki í dag fyrir að eiga viðskipti við lönd á bannlista bandarískra stjórnvalda, en meðal þeirra er sænska fyrirtækið IKEA og hafnaboltaliðið Dodgers í Los Angeles.
Kemur þetta fram á lista sem birtur var í dag eftir að tímaritið Corporate Crime Reporter fékk ráðuneytið, knúið á grundvelli upplýsingalaga, til að láta af hendi lista yfir fyrirtæki sem dæmd hefðu verið í fjársektir fyrir viðskipti við vafasama aðila. Í mars 1999 þurfti tímaritið Harper's Bazaar að borga 31.000 dollara sekt fyrir að senda 10 manna hóp til Kúbu til myndatöku þar sem sýningarstúlkurnar Naomi Campbell og Kate Moss voru í aðalhlutverkum.

Og í júlí sama ár féllst Dodgers-liðið á að borga 75.000 dollara í sekt vegna ákæru um að hafa borgað tveimur Kúbumönnum sérstakan bónus, annars vegar 65.000 dollara og hins vegar 45.000 dollara, fyrir að ganga liðinu á hönd. Liðið var einnig sakað um að hafa efnt til æfingabúða á Kúbu í þeim tilgangi að finna þar efnilega leikmenn.

Matvælafyrirtækið Tyson's Foods þurfti að borga 150.000 dollara sekt í september í fyrra fyrir að senda kjúklinga til Íraks árið 1996, en fyrirtækið hefur ætíð dregið í efa að farmurinn hafi komist á leiðarenda.

Þá þurfti lyfjafyrirtækið Johnson and Johnson Medical og að borga 110.000 refsigjald fyrir að senda lækningabúnað að verðmæti 7,3 milljóna dollara til Íraks í mars í fyrra.

Þyngstu refsinguna fékk hins vegar tryggingafyrirtækið CNA Insurance Companies í Chicago. Í einu tilfelli þurfti það að borga 1,3 milljóna dollara sekt og í öðru tilfelli 1,0 milljón dollara í tengslum við tvenna tryggingasamninga”


þarf ég að segja eitthvað?
<br><br>——————————

ruglubulli 2002
,,allar alhæfingar eru slæmar"
——————————