mbl.is:

“Víst var það Bell sem fann upp símatæknina

Kanadamenn brugðust reiðir við þeirri ákvörðun Bandaríkjaþings að lýsa því yfir að Ítalinn Antonio Meucci væri sá sem í raun hefði fundið upp símatæknina en ekki Alexander Graham Bell sem hefur hingað til verið talinn höfundur þeirrar uppfinningar, að því er segir í frétt Reuters.

Samkvæmt sögubókum Norður-Ameríku var það Bell, sem fluttist frá Kanada til Skotlands, sem þróaði hugmyndina um símtækið á heimili sínu í Brantford í Ontario í Kanada. Hann fékk bandarískt einkaleyfi fyrir uppfinningunni árið 1876.

Kanadískir þingmenn komu Bell til varnar eftir að Bandaríkjaþing samþykkti yfirlýsingu um að það væri í raun Meucci sem ætti heiðurinn af því að finna upp símatæknina. Meucci flutti frá Bandaríkjunum til Ítalíu.

Meucci sótti um einkaleyfi að hugmyndinni að uppfinningunni árið 1871 til bandarískra yfirvalda en var of fátækur til að geta ítrekað kröfur sínar árið 1874 og því fékk Bell einkaleyfið og heiðurinn, að því er segir í samþykkt Bandaríkjaþings.

Arfleifðarráðherra Kanada, Copps, sagði að bandarískir þingmenn væru að reyna að endurrita söguna sér í hag. Hann segir kanadíska uppfinningamanninn Bell hafa verið öðrum hvatning með hugvitssemi sinni og þrautseigju. Hann hafi stuðlað að aukinni þekkingu og þróun mannkyns.”

bara ein spurning, er það bandaríkjaþing sem ákveður svona lagað? er ekki til milljónir nefnda og annað sem á að sjá um að ákveða hver fann upp hvað og hvaðanæva? mér þótti þetta bara skrýtið.
<br><br>——————————

ruglubulli 2002
,,allar alhæfingar eru slæmar"
——————————