Sæl öll,

Það er gott að vita að ríkisstjórnin virðist gera sér grein fyrir þeirri gríðarlegu fullveldisskerðingu sem felst í að afsala sér yfirráðum yfir landamæragæzlu þjóðarinnar. Gott að sjá að menn séu e.t.v. að vitkazt:

——-

Mbl.is - 15.06.2002

Ísland tæki ekki þátt í sameiginlegri landamæralögreglu á Schengen-svæðinu

Ísland mun ekki taka þátt í sameiginlegri landamæralögreglu á Schengen-svæðinu ef slíkri lögreglu verður komið á fót, þar sem Íslendingar gætu ekki fallist á að yfirþjóðleg stofnun tæki að sér mikilvæga þætti eins og landamæravörslu hér á landi.
Tilkynnti Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra þessa afstöðu ríkisstjórnar Íslands í gær er rætt var um hugmyndir að samræmdari og styrkari stjórn ytri landamæra Schengen-svæðisins í framtíðinni á fundi dóms- og innanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna 15 auk Íslands og Noregs á vettvangi samsettu nefndarinnar innan Schengen-samstarfsins.

Á fundinum var ákveðið að ganga til samninga við Sviss um þátttöku þess í Schengen-samstarfinu á sömu skilmálum og Ísland og Noregur. Þá voru teknar ýmsar ákvarðanir um nýjar aðferðir til að beita Schengen-tölvukerfinu í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Meðal annars var fjallað um heimildir lögreglu til að fylgjast með afbrotamönnum sem fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins og nýlega úttekt á framkvæmd Schengen-samningsins í Frakklandi.

——-<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.

“And to preserve their independence, we must not let our rulers load us with perpetual debt. We must make our election between economy and liberty, or profusion and servitude.” -Thomas Jefferson
Með kveðju,