Getur einhver sagt mér nákvæmlega, hver er ávinningurinn við að ganga í ESB?

Verður þetta ekki bara meiri miðstýring og meiri totalarianismi? Risastórir flokkar í mörgum löndum sem hanga slefandi á eftir risafyrirtækjum sem stjórna heiminum?

Og hvað viðskiptahömlur varðar, er ekki hægt bara að leggja niður illræmda tolla í einstökum löndum og lækka skatta í stað þess að ganga í ESB og fá þá lagða niður þannig?

Og hvað fiskinn varðar, erum við Íslendingar ekki bara nokkuð vel af í þeim málum, amk. næstu 100 árin? (Þá verður eflaust komnar einhverjar space-food-pods eða eitthvað :P)

Og einhverjir námsstyrkir og aumingjastyrkir frá ESB? Höfum við ekki nóg af þeim fyrir hér á landi voru?

Og mér sýnist ávinningur okkar ekki verða mjög mikill, þar sem mikill hluti tekna ESB fara í þróunaraðstoð fyrir fátæk ríki í austur-evrópu?


Getur einhver pro-esb (eða anti-esb) svarað þessu?

kv. coupland