Á netinu er nú kominn nýr undirskriftalisti sem biður Alþingi um að fella frumvarp ríkisstjórnar um breytingar á veiðileyfagjaldi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa hlotið gríðarlega styrki frá fyrirtækjum tengdum sjávarútveginum síðustu ár og einnig hefur Morgunblaðinu verið haldið uppi með gríðarlegum halla síðustu ár af Guðbjörgu Matthíasdóttur til þess að halda uppi áróðri gegn málefnum eins og veiðileyfagjöldum og ESB. Eins og fram kemur á vefsíðu undirskriftalistanns þá ber útgerðinni "að greiða fyrir afnot af sameiginlegri fiskveiðiauðlind okkar." 

Ég hvet alla Hugara til þess að skrifa undir og styðja þetta málefni!

Hér er listinn: http://www.petitions24.com/obreytt_veidigjald