Þessi grein var í fréttablaðinu í dag.

Látinn labba heim frá Granda
“Láttu þér þetta að kenningu verða, negrinn þinn! sögðu lögreglumennirnir við drenginn minn þegar þeir köstuðu honum út úr bílnum,” sagði íslensk móðir, tvítugs pilts sem er að hálfu blökkumaður.

Að sögn móðurinnar var pilturinn tekinn af lögreglu á aðfararnótt sunnudags þar sem hann kastaði af sér vatni við húsvegg í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglumennirnir hafi síðan ekið með hann að olíutönkunum í Örfirisey þar sem honum hafi verið gert að yfirgefa bílinn. “Hann átti svo bara að labba heim,” sagði hún.

Móðirin segir soninn ekkert frekar vilja gera í málinu, en hún hafi fengið sig fullsadda af fordómum sem drengurinn hennar hafi mátt mæta og ætli að kalla eftir frekari skýringum hjá lögreglu. Hún sagðist hafa talað við vakthafandi varðstjóra um helgina en ekkert hafi verið skráð um atvikið hjá lögreglunni og því lítið um svör.

Hjá lögreglunni í Reykjavík fengust þær upplýsingar að konunni hafi verið bent á að ræða við yfirlögregluþjón nú eftir helgina og verði atvikið væntanlega kannað nánar í framhaldi af því.


Þetta finnst mér bara vel sloppið, það á að vera 10.000 króna sekt fyrir að míga á almannafæri í Reykjavík, ef það ætti að kvarta yfir einhverju, ætti það að vera að lögreglan væri ekki að sinna starfi sínu og sekta fólk fyrir brot á lögum.

Ég myndi ekki kvarta ef einhver löggumann sleppti mér við sekt, léti mig labba einhvern spotta og kallaði mig nöfnum.