Hélt að Bill Clinton ætlaði sér að fara að missa kúlið með því að taka að sér að stjórna sjónvarpsþætti á NBC. Það hefði verið ansi leim. Maðurinn er einfaldlega alldóminerandi fígúra útávið. Hann myndi missa eitthvað af þessum ímyndarlega helgidóm sem hann býr yfir. Þar er ég náttúrlega ekki að tala um Moniku-málið sem var bara lúðalegt, heldur aðra stöðu hans í heimsmálum. Ég sé illa fyrir mér pallborðsþátt þar sem hann myndi óneitanlega gnæfa yfir aðra þátttakendur. Þeir yrðu líklegast einnig voða upp með sér að vera að spjalla við kallinn og smjaður yrði því óhjákvæmilegt.

Gott að hann hætti við. Myndi samt vilja fara að sjá hann sem gest í Letterman eða Leno. Það hlýtur að fara að koma að því….