Það vaknaði hjá mér ein spurning þegar ég sá þessa könnun um það, hvort að forsetinn ætti að blanda sér í utanríkispólitík.

Hvers vegna eða hvernig skapaðist sú hefð að forsetinn væri tiltölulega ópólitískur? Samkvæmt stjórnarskránni okkar (sem menn virðast nú stundum ekki fara eftir frekar en þeim hentar - samanber ákvæðið um að þingmenn skuli kjósa eftir eigin sannfæringu - og það þurfti tilskipun frá Evrópu 199x um aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds hér á landi (ef ég man rétt), en það var þó bundið í stjórnarskránna frá upphafi) á forsetinn t.d. að skipa ráðherra. En hvað er tilfellið? Flokkarnir, a.m.k. formenn þeirra, skipa ráðherrana í samningaviðræðum sín á milli. Forsetinn gerir ekki annað en að samþykkja það sem þegar hefur verið ákveðið.<br><br>Þorsteinn.