Á síðu Félags íslenskra þjóðernissinna er m.a. margs annars misviturs að finna svartan lista. Þetta er listi yfir fyrirtæki sem hafa ráðið erlent vinnuafl frekar en íslenskt. Hér kemur svo brandarinn:

“Einu gildir af hvaða ástæðum þessir atvinnurekendur hafa farið þessa leið, það getur verið vegna óhagstæðs yfirvinnubanns hjá Íslendingum(Ferskar kjötvörur), Íslendingarnir hafa verið of dýrir í rekstri og hefur þar af leiðandi verið sagt upp og ódýrt erlent vinnuafl verið fengið í staðinn (Alpan), eða <i>hreinlega vegna skorts á íslensku vinnuafli</i>.” (leturbreyting mín).<br><br>Þorsteinn.