Ég er nokkuð mikið á ferðinni yfir Hellisheiði og þar vill koma fyrir að sé þoka og blint. Eins og eðlilegt er þá hægist á allri umferð við þær aðstæður en oft fer það þannig að ekki fara allir á sama hraða og aðrir, sem er allt í lagi nema hvað ekki er hægt að taka framúr þeim sem vilja silast á 50 eða hægar(fer eftir skyggni) þar sem ekki er hægt að hætta á það. hvernær ætla Íslendingar að læra að nota þessar vegaxlir rétt? Flest allir atvinnuökumenn eru með þetta á hreinu en þeir eru ekki nema brot af þeim sem eru á ferðinni. Hvernig væri að búa til myndband sem kennir gömlum og ungum ökumönnum þetta. Það mætti jafnvel koma með almenna fræðslu á nýjustu aksturlögum þar sem margir sem eldri eru vita ekki hvað mörg ný umferðaskilti þýða, t.d. bæjarskiltið sem þýðir að 50 hámarkshraði sé tekinn við nema annað sé tekið fram o.s.frv.<br><br>Kv. Halli25