Eitt finnst mér svo ofboðslega undarlegt. Núna í dag þar sem spillingarmálin, sem hér hafa sum hver verið brotin til mergjar, geta ekki hjálpað andstöðunni að komast til valda. Af hverju? Þau spillingarmál sem upp hafa komist eru oftast tengd sjálfstæðisflokkinum eða hans mönnum. Hvað er eiginlega að. Það er er oft eins og fólk vilji bara ekkert annað en sjálfstæðisflokkinn. Fólk vill ekki mynda sér skoðanir, þá er ég að tala um Jón og Palla sem hafa engan áhuga á stjórnmálum, og þá fari það fólk og kjósi sjálfstæðisflokkinn. Æ, ég veit ekki hvort þetta sé skiljanlegt. En mér blöskrar svo herfilega.
Hvað er að? Hvað vantar andstöðuna? Varla getur verið hollt af hafa sama flokkinn við stjórnvölin svo lengi sem sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd, eða hvað?