Jæja nú ætla ég að spyrja Samfylkingarmenn Huga að einu.

Hvernig stendur á því að ríkisstjórn sem bannar Magma kaupunum að fara í gegn, ætlar að koma okkur í Evrópusambandið þar sem fjárfestingar eru frjálsar yfir landamæri og þá getur hver sem er keypt HS Orku án þess að hægt sé að gera neitt í því.

Er það til að halda í deyjandi ríkisstjórnar samstarf sem þeir búast við að verði hvort sem eð steindautt þegar ESB liggur fyrir?

Er það til að geta selt vinum Össurs og Jóhönnu HS Orku frá ESB löndum í stað þess að selja Kanadamönnum?

Eða er það einfaldlega að ríkisstjórn okkar Íslendinga eru hálfvitar sem gera sér ekki grein fyrir þessu?

Ég býst sterklega við því að þriðji möguleikinn sé sá sanni. Getur eitthver úr samfylkingu bent mér á betra svar? Það þarf ekki að spyrja Vinstri-Græna, þeir hafa a.m.k. sett niður fótinn í þessu máli. Spurning hvers vegna þeir geti ekki sett niður hinn fótin, hægri fótin niður þegar það kemur að ESB.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.