Ég fer að hlæja þegar ég las þessa grein, þeir eru kannski ekki þjóðernissósíalista(nasistar) af hugsjón, en þeir hegða sér eins og SS hermenn í þýskalandi hér forðum daga. Þeir drepa saklausa borgara, þeir hafa bara ekki fyrir því að setja þá í fanga/vinnu-búðir áður en þeir gera það, tek ég sem dæmi að í fyrra dó lítill palenstínskur drengur í örmum föður sig þegar þeir voru að leita sér skjóls frá byssukúlum ísraelshers.

Ég veit ekki með ykkur en ég held að einhvert land mundi hernema ísland, mundi byrja flytja borgara sína hingað og rífa niður hús íslenskra borgara til að reisa sín eigin, þá
mundum við öll fara út og berjast gegn þeim, nema kannski Peace4all.

FÓLK HERSETINS RÍKIS Á RÉTT Á ÞVÍ AÐ FÁ AÐ BERJAST GEGN HERSETUNNI.
og því finnst mér samtök líkt og hamas eiga grundvöll fyrir sér, ekki það að ég styðji aðgerðir þeirra, heldur finnst mér þeir eiga rétt á því að berjast gegn hersetu í sínu eigin ríki.

Ég var lesa ýmis svör sem peace4all hefur gefið, og hann hélt því framm að gyðingar ættu landið því það stæði í trúarbók þeirra. Múslimar berja og misþyrma konum því það er túlkun þeirra á kóraninum, hefuru ekkert á móti því?