Ég var að velta því fyrir mér hvar væri hægt að nálgast ýmsar nauðsynjavörur í dag “föstudaginn langa”. Það eru örugglega margir sem vilja leigja sér spólu eða kaupa sér sígó eða nammi. Eða t.d. bara mat. Þetta er ekkert smá ömurlegaur dagur það er allt lokað. Meira að segja 10-11 í Lágmúla er lokað til miðnættis. Þvílikt bull. BSÍ er örugglega opið með 50% álagi. Veit einhver um sjoppur eða verslanir sem eru opnar í dag “föstudaginn langa”?