Jæja nú er víst allt á suðupunkti í Kóreu, las á erlendum fréttastöðvum að Sunnanmenn spila áróður með vestrænni tónlist, tölfræðilegum mun á Suður og Norður-Kóreu og öðrum eins efni yfir landamærin með gjallarhornum og útvarpssendingum og Norður-Kórea er búin að fyrirskipa 1.2 milljóna her sínum að undirbúa sig fyrir stríð(samanber 28.000 bandarískum hermönnum í Suður-Kóreu, veit ekki hvað suður-Kóreski herinn er stór) og hóta að svara fyrir sig útaf Suður-Kóreskum herskipum sem þeir segja hafa farið inn fyrir þeirra landhelgi.

Nú væri kanski fínt að fá smá umræðu um hvorn aðilan hugarar styðja í þessum efnum(eða ekki, býst við að þeir sem styðji Norðurmenn verði rakkaðir niður) og hvað gæti mögulega gerst.

Sjálfur tel ég Suðurmenn ekki líklega til að byrja stríð, enda líklegt að Norðurmenn eigi kjarnorkusprengju eða tvær, sem auðveldlega gætu hitt Seóul. Líklegt tel ég að Korvettan sem var eyðilögð var eyðilögð af ofstækissinnuðum skipstjóra úr röðum Norðanmanna frekar en ráðamönnum og að ofstækissinnaðir yfirmenn í hernum gætu ýtt við skærum.

Annars held ég að landamærin séu ekkert nema skógur af jarðsprengjum svo líklegt myndi það tefja Norður-Kóreska herin nógu lengi til að hægt væri að undirbúa gagnárás, en þeir gætu samt skotið kjarnorkusprengju á Seóul.

Hver er álit annara hugara?
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.