Gott kvöld.

Langar aðeins að ræða um lífeyrissjóðina. Ég er alls ekkert vel að mér í þessum málum og var þess vegna að vonast eftir því að einhver sem vissi eitthvað meira en ég gæti mögulega svarað.

Ég sá í fréttunum í kvöld að það var verið að skerða lífeyri landsmanna um 10%. Eða allavega skildi ég fréttina þannig. Ég var bara að pæla hvers vegna það gerist, þar sem landsmenn allir eru skyldugir til að borga í sjóðina þá ætti að vera einhver x upphæð inná reikning sem þar myndi bara liggja. Eða eru þessir menn virkilega að “gambla” með lífeyrin okkar? Ef svo er, munum við, almenningur, einhvertíman græða á einhverjum fjárfestingum af hanns hálfu? Varla rýrnar 1000 kallinn sem ég borga í lífeyrissjóð ósjálfrátt er það ? Finnst bara fáranlegt ef þeir eru að taka einhverjar áhættur með peninga sem landsmenn eru búnir að vinna fyrir og safna allann sinn vinnuferil.

Langaði bara að skapa smá umræðu um þetta, það getur vel verið að ég sé að fara með einhverja vitleysu hérna, þá endilega leiðréttið mig. En ég vill ekki hafa það að vera skyldugur til að borga í einhvern sjóð sem er engann veginn traustur og svo í ellinni þarf ég að flytja inná börnin mín því það er ekkert eftir í þessum sjóðum.