Eftirfarandi frétt birtist inni á Vísi 2. mars 2010:

Þeir sem eru á móti því að ríkið greiði listamannalaun eru fábjánar, sagði Þráinn Bertelsson þingmaður í Bítinu á Bylgjunni. Þetta sagði hann í tilefni af því að netkönnun sem gerð var á Vísi bendir til þess að mikill meirihluti er á móti því að ríkið greiði listamannalaun. 1183 tóku þátt í könnuninni. Um 80% sögðust vera á móti því að ríkið greiddi listamannalaun.

Þráinn sagði að það væru miklu meira en 1100 fábjánar á landinu. „Það eru svona um það bil 5% af þjóðinni fábjánar. Það er miklu meira en 1100," sagði Þráinn.

Upp hófust nokkuð skörp orðaskipti á milli Þráins Steinssonar tæknimanns á Bylgjunni og Þráins Bertelssonar eftir að sá síðarnefndi lét þessi orð falla. Þau fara hér eftir.

ÞS: Og þeir eru flestir á listamannalaunum?

ÞB: Veistu mér þykir sumt bara sem sagt er ekki vera svaravert -

ÞS: ég skil ekki hvernig þú getur sagt svona

ÞB: Ég held að þú ættir að einbeita þér að því að stjórna tökkunum þarna heldur en að vera að blanda þér í umræðuna þarna

ÞS: Sem ég hef greinilega ekkert vit á?

ÞB: Hún er á plani fyrir ofan höfuðið á þér

ÞS: það er alveg ljóst.

Nú spyr ég ykkur hina: er virkilega gáfulegt að borga svona rugludöllum margar milljónir í nafni þingsetu og listamannslauna á ári fyrir að láta eins og apakettir? Ég bara spyr. Þessi maður er svo mikill hræsnari að ég á ekki til aukatekið orð.

Hér er hægt að nálgast .mp3 skrá með viðtalinu.